28 February 2010

#2

Fimmtudagsfjör, daginn áður en við Ida fórum til Álaborgar, fór ég í göngutúr, bjó ég til gínu úr gipsi, Ida er reyndar á þeim myndum þar sem ég vildi að stærðarmunur sæist og síðast en ekki síst var smá party í "Skoven 1" sem er eitt af húsunum sem nemendur búa í. Í skoven 1 er ótrúlega þröngur gangur og smá pláss þar sem eru sófar. 40-50 nemendur tóku sig til og einhvernveginn náðum við að troða okkur saman á þessu litla svæði. Skólastjórinn kom um 1 leitið og þá þurftum við að slökkva á tónlistinni þar sem hann, konan hans ofl. gátu ekki sofið. Úbs, ég veit, og daginn eftir vorum við skömmuð ágætlega í morgunsamkomunni okkar.
Svo næst koma myndir frá Álaborg
xxx
















































/k

25 February 2010

#1

Jæja elsku vinir, ég ákvað að færa mig yfir á blogspot þar sem bloggar.is hefur ekki nógu stórar síður fyrir myndirnar mínar og þeir sem standa að bloggar.is hafa ekki svarað bréfum frá mér svo hér er ég. Síðustu vikur hafa liðið svo rosalega hratt! Ótrúlega hratt að ég trúi því ekki að ég sé næstum búin að vera hér í 2 mánuði! Vá!!
Fyrir ca. 5 vikum var "bad taste" party þar sem við áttum að klæða okkur eins mikið ur tísku og mögulegt var. Fyrir flesta var það ekkert mál því við gátum farið í búðir í skive, treystið mér hér er ekki létt að finna almennilegar tískubúðir! fyrir utan h&m og örfáar búðir í litlu götunum ásamt vintage búðum. En ég átti ekki mikinn pening þar sem þetta var í lok janúar svo ég bara setti saman föt sem ég átti og fékk lánuð og það heppnaðist bara ágætlega! Partyið var frábært og allir skemmtu sér konunglega. Hér eftir koma myndir úr því party-i og síðan mun ég blogga kannski á eftir eða um helgina og setja myndir frá Álaborg, því ég fór til Álaborgar með Idu vinkonu minni yfir eina helgi.























-Bad taste Skive
xxx